Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt lestrargreiningarforrit tekið í notkun í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 26. febrúar 2008 kl. 09:04

Nýtt lestrargreiningarforrit tekið í notkun í Reykjanesbæ

Út er komið lestrargreiningarforritið Logos sem þýtt hefur verið og staðlað á Íslensku en hönnuður þess prófessor Torleiv Hojen í Noregi.

Prófið greinir dislexíu og aðra lestrarerfiðleika og hefur þá kosti að niðurstöður eru ljósar strax auk þess sem forritið gerir tillögur að úrræðum.

Allir grunnskólar á Suðurnesjum hafa keypt forritið og verður fyrsta námskeiðið í notkun þess haldið fyrir sérkennara á morgun. Forritið verður jafnframt notað í grunnskólum í Hafnarfirði og Kópavogi.

Í framhaldi verður Logos notað til greiningar og skimunar, bæði stöðu nemenda og kennslu í Reykjanesbæ.

Verkefnið hlaut styrk úr Manngildissjóði Reykjanesbæjar á síðasta ári en verkefnið unnu: Bjarnfríður Jónsdóttir, Guðbjörg Ingimundardóttir, Guðlaug Snorradóttir og Gyða M. Arnmundsdóttir. Gyða og Guðbjörg eru starfsmenn Reykjanesbæjar, Gyða starfar sem sérkennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og Guðbjörg sem sérkennari í Holtaskóla.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024