Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt lag frá Kalla Bjarna
Fimmtudagur 27. maí 2004 kl. 12:58

Nýtt lag frá Kalla Bjarna

Idolstjarnan Kalli Bjarni frá Grindavík gefur út sína fyrstu plötu í september næstkomandi og er fyrsta lagið af henni farið í spilun á mörgum útvarpsstöðvum.
Lagið heitir Gleðitímar og má nálgast það á vefsíðunni tonlist.is og þykir Kalli Bjarni sýna þar allar sínar bestu hliðar.

Lagið er eftir Roland Hartwell en textinn er eftir Stefán Hilmarsson. Roland þessi er kannski ekki þekktasti lagasmiður landsins en hann kemur líklega til með að eiga fleiri lög á plötunni. Hann starfar með Sinfóníuhljómsveit Íslands og spilar auk þess með eigin hljómsveit, Cynic Guru. Valinkunnir hljóðfæraleikarar sjá um undirleik undir stjórn Þorvalds Bjarna, Idol dómara, meðal annarra Ólafur Hólm og Eiður Arnarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024