Nýtt kort af Grindavíkurhöfn
Hafnarkort af Grindavík hefur verið uppfært en Landhelgisgæslan hefur haft afnot af fjölgeislamæli frá hafrannsóknarstofnun bandaríska sjóhersins undanfarin sumur. Afurðir mælinga með fjölgeislamælinum eru að skila sér frá Sjómælingum Íslands, deild innan Landhelgisgæslunnar.
Að sögn Árna Þórs Vésteinssonar deildarstjóra kortadeildar hafa verið gerða nýjar útgáfur af fimm hafnarkortum. Í höfnunum fimm hafa orðið breytingar vegna nýrra hafnarmannvirkja eða breytinga á dýpi.
Hafnakortið af Grindavík var uppfært í samræmi við mælingar sem gerðar voru bæði í innsiglingunni og höfninni með fjölgeislamæli. Á liðnum árum hafa verið miklar framkvæmdir í Grindavík, nýir brimvarnargarðar byggðir og ný innsiglingarrenna gerð.
Myndin: Nýtt kort af Grindavíkurhöfn.