Nýtt kort af Grindavíkurhöfn
Dýptarmælingum við Grindavíkurhöfn er nú lokið. Niðurstöður þeirra hafa verið sendar til Sjómælinga Íslands sem eru að vinna nýtt kort af höfninni og innsiglingunni.Að sögn Grétars Sigurðssonar, vigtarmanns á Grindavíkurhöfn, gera menn sér vonir um að kortið verði tilbúið innan skamms en þetta er fyrsta kortið sem gefið er út eftir að höfninni var breytt.„Þetta er gríðarleg bylting fyrir sjómenn. Öryggi verður mun meira og stærri skip munu eiga auðveldara með að athafna sig, bæði á leið til hafnar og innan hafnar“, segir Grétar.