Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:20

NÝTT JARÐHITASVÆÐI Á SUÐURNESJUM SKOÐAÐ

Umhverfisráðuneytið hefur óskað eftir umsögn frá bæjarráði Grindavíkurbæjar vegna umsóknar Hitaveitu Suðurnesja um að fá að rannsaka Trölladyngjusvæðið á Reykjanesskaga. Bæjarráð tók erindi ráðuneytisins til umfjöllunar þann 20. október og hvetur til þess að rannsóknarleyfið verði veitt. Hitaveita Suðurnesja óskar eftir heimild til að rannsaka umfang, magn og afkastagetu jarðhitasvæðis á svokölluðu Trölladyngjusvæði á Reykjanesskaga, með nýtingarleyfi í framtíðinni í huga. Bæjarráð hvetur til þess að rannsóknarleyfið verði veitt sem fyrst og telur nauðsynlegt að safna ítarlegum upplýsingum um Trölladyngjusvæðið og þá möguleika sem þar kunna að vera fólgnir. Í fundargerð ráðsins kemur fram að það telji Hitaveitu Suðurnesja vel til þess fallna að leiða slíka rannsókn þar sem fyrirtækið er þekkt fyrir góða umgengni við náttúruna.
Bílakjarninn
Bílakjarninn
KSTeinarsson sýning
KSTeinarsson sýning