Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt í vefsjónvarpi
Laugardagur 15. mars 2008 kl. 14:46

Nýtt í vefsjónvarpi

Vefsjónvarpið hér á vef Víkurfrétta nýtur mikilla vinsælda og aðsókn í það er alltaf að aukast. Rétt er að benda á að efni er sett inn á vefsjónvarpið í þrjá efnisflokka, fréttir, íþróttir og það sem kallað er annað.

Í gær og í dag eru komnar þrjár nýjar fréttir inn á vefsjónvarpið. Má þar nefna frétt um álver í Helguvík, frétt frá fundi lögreglu, tollara og öryggisvarða í DUUS og þá frétt og myndir af nýju glæsilegu Íslandsmeti Erlu Daggar, sem sett var í Sundmiðstöðinni í Keflavík.

Vefsjónvarpið er aðgengilegt á forsíðu og einnig hér hægra megin þegar fréttir hafa verið opnaðar nánar.

Þá má til gamans geta þess að allt efni vefsjónvarps Víkurfrétta er einnig sent út í Sjónvarpi Víkurfrétta á kapalkerfinu í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024