Nýtt hverfi í Grindavík
Í Lautarhverfinu í Grindavík hefur nú verið skipulögð byggð þar sem gert er ráð fyrir 11 einbýlishýsum og 5 raðhúsalengjum. Búið er að malbika hverfið og ljósastaurar eru komnir upp. Verktakar munu á næstunni hefja framkvæmdir við byggingu húsanna. Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra í Grindavík er áhugi á hverfinu mikill. „Við höfum fundið fyrir áhuga fólks á þessu hverfi og nú þegar hefur hluta lóðanna verið úthlutað, en þó er eitthvað eftir af lóðum.“Á næstunni er gert ráð fyrir frekari framkvæmdum í Grindavík því verið er að deiliskipuleggja svæði við Víðihlíð þar sem gert er ráð fyrir þjónustuíbúðum fyrir aldraða.
VF-ljósmynd: Eins og sjá má á þessari mynd er búið að malbika hið nýja hverfi og setja niður ljósastaura.
VF-ljósmynd: Eins og sjá má á þessari mynd er búið að malbika hið nýja hverfi og setja niður ljósastaura.