BVT
BVT

Fréttir

Nýtt húsnæði í stað Bjarkarinnar verði sett á lóð Njarðvíkurskóla
Mánudagur 25. september 2023 kl. 06:01

Nýtt húsnæði í stað Bjarkarinnar verði sett á lóð Njarðvíkurskóla

Skólastjóri Njarðvíkurskóla hefur lagt ríka áherslu á að komið verði fyrir nýju húsnæði við Njarðvíkurskóla í stað Bjarkarinnar enda sé fyrrgreind starfsemi nú leyst með tímabundinni lausn.

Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs, gerði grein fyrir málinu á síðasta fundi menntaráðs. Þar var jafnframt lagt fram framangreint erindi frá skólastjóra Njarðvíkurskóla ásamt þarfagreiningu frá sviðsstjóra varðandi húsnæði Bjarkarinnar.

Menntaráð leggur til að erindinu verði vísað til bæjarráðs.

Dubliner
Dubliner