Nýtt hringtorg opnað fyrir umferð
Hringtorgið á mótum Njarðarbrautar og Borgarvegar var opnað nú fyrir stundu en framkvæmdir hafa staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Nesprýði sá um verkið. Með þessu er komin enn ein bragarbótin í samgöngumálum Reykjanesbæjar að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, forstöðumanns Umhverfis- og skipulagssviðs bæjarins.
Í framhaldinu munu framkvæmdir halda áfram út Njarðarbraut allt niður að Faxabraut og segir Viðar að endurnýjunin þar verði með svipuðu sniði og er fyrir ofarlega á Hafnargötunni. Stefnt er að því að klára þær framkvæmdir með sumrinu svo þær verði tilbúnar fyrir Ljósanótt.
VF-mynd: Þorgils