Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt hringtorg á Fitjum til bráðabirgða
Fimmtudagur 12. nóvember 2015 kl. 09:45

Nýtt hringtorg á Fitjum til bráðabirgða

Framkvæmdum við nýtt hringtorg á Reykjanesbraut á Fitjum á að ljúka síðar í þessum mánuði. Framkvæmdin er bráðabirgðaframkvæmd því tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að Rósaselstorgi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar er fyrir löngu orðin tímabær. Um 10.000 bílar fara um veginn á hverjum sólarhring.

„Reyndar gerum við ráð fyrir að það hringtorg sem unnið er við núna geti verið tvöfaldað og er hannað sem slíkt,“ segir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar í Víkurfréttum í dag.

Í grein sem hann skrifar segir Guðlaugur að mikill fjöldi þessara ökumanna sem fara um Reykjanesbraut eru óvanir íslenskum aðstæðum og því mjög mikilvægt að vegakerfið, merkingar og lýsing séu góð. Þá munu, samkvæmt skipulagi, koma mislæg gatnamót norðan við Grænástorg.

Nánar má lesa um hringtorgið í Víkurfréttum sem koma út í dag. Myndirnar voru teknar af framkvæmdasvæðinu í gær. VF-myndir: Hilmar Bragi


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024