Nýtt hótel við Leifsstöð?
Gert er ráð fyrir nýju hóteli við hliðina á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að sögn Björns Inga Knútssonar flugvallarstjóra hefur verið gert nýtt deiliskipulag fyrir reit vestan við flugstöðina og norður af flugþjónustubyggingu Flugleiða þar sem m.a. er gert ráð fyrir fjögurra til fimm hæða hóteli á rúmlega 15 þúsund fermetra lóð. Allur deiliskipulagsreiturinn skiptist í 14 lóðir. Fyrir skömmu voru auglýstar sex lausar lóðir á svæðinu, samtals um 70 þúsund fermetrar. Þrjár fyrir bílaleigur og þrjár lóðir fyrir flugsækna starfsemi, þar sem t.d. væri hægt að reisa skrifstofubyggingar fyrir fragtmiðlara. Björn Ingi sagði að aðeins væri búið að sækja um hluta lóðanna og ekki búið að úthluta neinni þeirra ennþá. Skipulags- byggingar- og umhverfisnefnd varnarsvæðisins myndi væntanlega gera tillögu að úthlutun til Varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins í næstu viku.
Björn Ingi sagði að þær átta lóðir sem stæðu eftir yrðu væntanlega boðnar út í haust og þar með talið lóðin, þar sem gert væri ráð fyrir hótelbyggingu. Auk þess væri gert ráð fyrir stjórnsýsluhúsi á einni af þessum lóðum og flugsækinni starfsemi. Hann sagði að svæðið í heild hefði verið skipulagt með tilliti til þess hvernig sambærilega starfsemi væri annarsstaðar í heiminum. Þar væri mjög algengt að hótel stæðu við flugvelli.
Frá þessu er greint á Vísi.is
Björn Ingi sagði að þær átta lóðir sem stæðu eftir yrðu væntanlega boðnar út í haust og þar með talið lóðin, þar sem gert væri ráð fyrir hótelbyggingu. Auk þess væri gert ráð fyrir stjórnsýsluhúsi á einni af þessum lóðum og flugsækinni starfsemi. Hann sagði að svæðið í heild hefði verið skipulagt með tilliti til þess hvernig sambærilega starfsemi væri annarsstaðar í heiminum. Þar væri mjög algengt að hótel stæðu við flugvelli.
Frá þessu er greint á Vísi.is