Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 25. febrúar 1999 kl. 17:53

NÝTT FYRIRTÆKI KAUPIR BRÆÐSLUNA Í SANDGERÐI

Síldarvinnslan, KEA og fleiri aðilar hafa stofnað Barðsnes ehf. sem kaupir hlut í Snæfelli hf. Nótaveiðiskipin Sólfell EA og Dagfari GK, veiðarfæri og aflaheimildir þeirra í uppsjávarfiski, þrír síldarkvótar, veiðiréttindi í norsk-íslenska síldarstofninum (5.868 tonn) og fiskimjölsverksmiðjan í Sandgerði eru meðal eignanna sem Barðsnes ehf. yfirtekur. Áherslan lögð á hráefnisöflun Björn Stefánsson, rekstrarstjóri Snæfells hf.í Sandgerði, sagði enga breytingar fyrirsjáanlegar í daglegum rekstri Snæfells. Yfirstandandi breytingar væru besti kosturinn fyrir Sandgerðinga, fyrirtækið sé á uppleið og rekstrargrundvöllurinn traustur. Björn sagði þá þekkingu og reynslu sem Síldarvinnslan býður upp á dýrmæta og mikilvæga Snæfelli. Þá væri stærri eining sterkari við samningaborðið bæði í innkaupum og sölu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024