Nýtt framboð í sameinuðu sveitarfélagi
Nýtt framboð hyggst bjóða fram í næstu bæjarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Í þeim hópi er fólk af S-listanum í Sandgerði og N-listanum í Garði, ásamt fleira fólki.
Hópurinn sem stendur að nýja framboðinu ætlar að hittast og ræða næstu skref á fundi í golfskálanum í Sandgerði á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar, kl. 20. Fundurinn er öllum opinn.