Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt framboð í Reykjanesbæ
Föstudagur 14. febrúar 2014 kl. 09:30

Nýtt framboð í Reykjanesbæ

- Vilja samráð við bæjarbúa í stórum málum

Nýtt stjórnmálafl mun bjóða fram framboðslista í bæjarstjórnakosningunum þann 31.maí nk. í Reykjanesbæ. Meðal þeirra sem komið hafa að undirbúningi eru Guðbrandur Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Kristján Jóhannsson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Lovísa Hafsteinsdóttir, Hulda Björk Þorkelsdóttir og Helga María Finnbjörnsdóttir. Málefnavinna er hafin og vinna við framboðslista langt komin.

Framboðið tengist engum flokkum heldur er grasrótarhreyfing bæjarbúa sem vill stuðla að auknu lýðræði í bæjarfélaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal helstu mála hins nýja framboðs er breytt stjórnsýsla þar sem lögð verður áhersla á samráð við bæjarbúa í stórum málum, menning- og blómlegt mannlíf.