Nýtt framboð í nýju sveitarfélagi
Á fjölmennum fundi í Golfskálanum á Kirkjubóli þriðjudaginn 20. febrúar 2018 var samþykkt að bjóða fram nýjan framboðslista fólks sem hefur félagshyggju og lýðræði að leiðarljósi þvert á stjórnmálaflokka í nýju sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis. Að þessu framboði stendur hópur fólks af S-listanum í Sandgerði og N-listanum í Garði ásamt fleira fólki sem hefur áhuga á því að byggja upp öflugt og gott samfélag í nýju sveitarfélagi.
Á fundinum var skipaður starfshópur sem mun undirbúa framboðið. Jafnframt var samþykkt að kalla eftir fólki sem hefur áhuga á því að taka sæti á framboðslistanum eða að starfa með honum. Hægt að hafa samand við Andra Þór Ólafsson (s. 773-0200, netfang: [email protected]) eða Jónínu Holm (s. 845-2517, netfang: [email protected]) til að gefa kost á sér.