Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt fólk hjá Reykjanesbæ
Fimmtudagur 3. janúar 2008 kl. 16:00

Nýtt fólk hjá Reykjanesbæ

Þórey I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Reykjanesbæjar. Þá hefur Guðlaugur H. Sigurjónsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs í morgun með 4 atkvæðum. 

Þórey hefur m.a. starfað hjá Umhverfisstofnun og Hollustuvernd og sem framkvæmdastjóri LÍN. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt.

Guðlaugur hefur starfað hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar og var þar áður hjá Verkfræðistofu Suðurnesja en hann er byggingafræðingur að mennt. Guðlaugur er vel hnútum kunnugur á þessu sviði en hann hefur  til margra ára unnið í tengslum við verklegar framkvæmdir hjá Reykjanesbæ.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024