Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt félag um United Silicon
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 23. janúar 2018 kl. 09:21

Nýtt félag um United Silicon

Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins. Bankinn ætlar að koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Frá þessu er greint á forsíðu Morgunblaðsins í dag.  Arion er eini kröfuhafinn á fyrsta veðrétti.
 
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður stofnað nýtt félag um eignirnar sem bankinn gengur út frá að eignast við gjaldþrotaskipti United Silicons en félagið lýsti sig gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Um 8 kaupendur hafa sýnt verksmiðjunni áhuga en allt söluferli er á frumstigi. Ef bankanum berst ekki viðunandi tilboð í eignirnar verður reynt að koma verksmiðjunni í gang áður en sala fer fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024