Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt félag um orkuauðlindir á Suðurnesjum
Fimmtudagur 15. nóvember 2007 kl. 09:21

Nýtt félag um orkuauðlindir á Suðurnesjum

Nýtt félag um orkuauðlindir á Suðurnesjum  er í undirbúningi og verður stofnun þess að líkindum tilkynnt í dag. Að því standa sveitarfélögin Vogar, Grindavík og Hafnarfjörður. Hið nýja félag mun ráða yfir meirihluta framtíðarvinnslusvæðis fyrir háhita á Suðurnesjum og verða orkuauðlindirnar því alfarið í opinberri eigu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.
Grindvíkingar hafa lýst fyrirtætlunum sínum um uppbyggingu iðnaðar og nýtingu orku heima í héraði. Nýja félagið getur því styrkt stöðu Grindavíkurbæjar sérstaklega í þeim áformum, sem og hinna sveitarfélaganna því orkufyrirtæki munu þurfa að ná samningum við nýja félagið um mögulegar framkvæmdir, samkvæmt því sem fram kemur í Morgunblaðinu.

 

Mynd úr safni



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024