Nýtt björgunarskip Sigurvonar
Nýtt og glæsilegt björgunarskip Sigurvonar er komið til Sandgerðis. Skipið sem er að gerðinni Arun er smíðað úr plasti og ber nafnið Hannes Þ. Hafsteinn.
Hannes var smíðaður Bretlandi fyrir breska björgunarbátafélagið R.N.L.I árið 1975. Þar var hann notaður sem björgunarskip þar til skipið kom til Íslands árið 1999 til Grindavíkur og þaðan til Sandgerðis.
Til gamans má geta að jómfrúarferð Hannesar var farin nú á dögunum í ágætis veðri þegar Knolli GK-3 var dreginn í land í sandgerði, en Knolli var með veiðarfæri föst í skrúfunni um 1 sjómílu sunnan við Stafnes.
Vel gekk að koma taug á milla bátanna og gekk ferðin heim vel. Björgunaraðgerðin tók um tvær og hálfa klukkustund.
Frá þessu er greint í máli og myndum á samfélagsvefnum 245.is í Sandgerði.