Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt björgunarskip í Sandgerði: Boltinn hjá baunateljurunum
Þriðjudagur 30. október 2007 kl. 00:59

Nýtt björgunarskip í Sandgerði: Boltinn hjá baunateljurunum

Agnar Trausti Júlíusson, skipstjóri á björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein, sem gert var út frá Sandgerði um nokkurt skeið hefur eins og svo margir aðrir byrjað að blogga á Víkurfréttablogginu sem er á Vikurfrettir.is. Hann gerir björgunarskip í Sandgerði að umtalsefni í sínu fyrsta bloggi á Víkurfréttablogginu. Við skulum skoða hvað Agnar heftur til málanna að leggja:

Það er best að mitt fyrsta blogg verði um hlut sem mér er einkar hugleikinn. Það er nefnilega björgunarskipið í Sandgerði. Árið 1993 kom til Sandgerðis björgunarskip, ættað frá Þýskalandi, nánar tiltekið frá þýsku björgunarbátasamtökunum DgzRS.

Dallurinn fékkst á gjafverði, þökk sé mikillar vinnu Hannesar Þ Hafstein heitins, fyrrverandi framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Íslands og annarra mætra manna og kvenna. Því var það engin furða að skipið fékk nafn hans.

Strax fyrstu vikunar margsannaði skipið tilvist sína á þessu svæði. Hér rétt fyrir utan er jú aðalumferðaræð flutninga, farþega og annara skipa á leið sinni til Reykjavíkur, ekki ólíkt því að allir ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með flugi þurfa að fara um Reykjanesbrautina.

Eins og með margt annað sem er flutt hingað til landsins, þá var skipið komið til ára sinna. Árið 2006 fögnuðum við fertugsafmælis skipsins sem hefur farið vel með okkur í misjöfnum veðrum (er ekki frá því að því verra veðrið sem var, því betur fór um okkur).

Upp úr aldamótunum þá sáum við fram á það að við þyrftum að "endurnýja" skipið og því kom ekkert til greina annað en sambærilegt skip. Stjórn Slysavarnafélagins Landsbjörg sem varð til við sameiningu Slysavarnafélags Íslands og Landssambands hjálparsveita skáta, var látið vita af óskum okkar um að finna þyrfti sambærilegt skip og Hannes Þ Hafstein.

Núna eru liðin sjö ár. Búið er að selja Hannes Þ Hafstein til Þýskalands á ný, þar sem hann er kominn í einkaeigu sem safngripur.

Núna  er í  Sandgerðishöfn  björgunarskip af hollenskri gerð, sem var keyptur af konunglegu hollensku björgunarbátasamtökunum, KNRM. Hann er svo sem góður til síns brúks, en gangmikill er hann ekki, þótt gangviss sé. Nýverið mátti lesa fundargerð á heimasíðu Slysavarnafélagsins Landsbjörg þar sem tíundað er það að björgunarbátur Grindavíkur eigi að fara til Sandgerði, þrátt fyrir að við höfum lagt afar mikla áherslu á það að sambærilegt skip komi í stað Hannesar Þ Hafstein.

Það höfum við félagar sem komum að björgunarskipamálum í Sandgerði verið sammála um að um mikla afturför sé að ræða, auk þess sem öryggi okkar sem björgunarmanna er stórlega misboðið.

Boltinn er hjá baunateljurunum!, segir Agnar Trausti Júlíusson, skipsstjóri á blogginu á Vikurfrettir.is


Hér er bloggið hans Agnars
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024