NÝTT BAÐSVÆÐI OPNAR SENN
Nýr baðstaður Bláa lónsins mun opna áður en langt um líður. Nokkrar tafir hafa orðið á opnuninni þar sem iðnaðarmenn hafa verið í kappi við klukkuna síðustu daga. Nú er hins vegar allt að verða klárt fyrir opnun. Ljósmyndari VF, Hilmar Bragi, var í Illahrauni með myndavélina á dögunum og fangaði þá þessa stemmningu á framtíðar baðsvæði. Hér er verið að leggja lokahönd á göngubrýr og sólpalla ýmiskonar. Nánar síðar...