Nýtt ávaxta- og grænmetistorg í Samkaup
Í Samkaupum í Njarðvík hefur verið sett upp nýtt ávaxta- og grænmetistorg. Að sögn Skúla Skúlasonar hjá Samkaupum er þetta gert til þess að auka þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar enda meiri og frekari trygging fyrir ferskleika og gæðum vörunnar. Þar eru meðal annars seldar kartöflum í lausu sem geymdar eru við kjöraðstæður og hefur það mælst afar vel fyrir. Í torginu er að jafnaði um 14 gráðu hiti sem er kjörhitastig fyrir t.d. banana en veggkælar eru stilltir á mismunandi kælingu eftir þörfum vörunnar. Þannig er sumt grænmeti geymt við 0-2 gráður og annað við 8 – 10 gráður svo dæmi sé tekið. Starfsmenn torgsins eru Ásthildur Eiríksdóttir og Ingibjörg Hólmarsdóttir.