Nýtt akstursíþróttasvæði við Reykjanesbraut
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 8. desember að úthluta Toppnum UK ltd. svæði undir akstursíþróttir og tengda starfsemi sunnan Reykjanesbrautar og vestan Grindavíkurvegar.
Bæjarstjóra hefur verið falið að ganga frá samkomulagi við Toppinn UK Ltd. sem mun hefja uppbyggingu á svæðinu í samstarfi við erlenda sérfræðinga á sviði akstursíþrótta.
Gerður er sá fyrirvari um að úthlutun svæðisins sé bundin skilmálum um framvindu framkvæmda. Skipulag verður að uppfylla öll skilyrði og staðla sem gilda um skipulag slíkra svæða og taka tillit til og mið af þeirri starfsemi sem er í nágrenni svæðisins s.s. útivistarsvæði við Sólbrekkur og veiðisvæði við Seltjörn, möguleg útivistarsvæði, byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis í nágrenni, vatnsverndunarákvæða o.fl.
Gert er ráð fyrir að skipulagsferlið taki um 2-4 mánuði en að því loknu verður gerður lóðarleigusamningur um svæðið og þar með veitt heimild til uppbyggingar á því.
Reykjanesbær gerir að skilyrði að fyrirhugaðri uppbyggingu verði skipt í 4-5 áfanga sem byggjast upp á mest 5-6 ára tímabili. Verði ekki staðið við skuldbindingar um framvindu verksins mun úthlutun landsvæðisins falla úr gildi.
Af reykjanesbaer.is
Bæjarstjóra hefur verið falið að ganga frá samkomulagi við Toppinn UK Ltd. sem mun hefja uppbyggingu á svæðinu í samstarfi við erlenda sérfræðinga á sviði akstursíþrótta.
Gerður er sá fyrirvari um að úthlutun svæðisins sé bundin skilmálum um framvindu framkvæmda. Skipulag verður að uppfylla öll skilyrði og staðla sem gilda um skipulag slíkra svæða og taka tillit til og mið af þeirri starfsemi sem er í nágrenni svæðisins s.s. útivistarsvæði við Sólbrekkur og veiðisvæði við Seltjörn, möguleg útivistarsvæði, byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis í nágrenni, vatnsverndunarákvæða o.fl.
Gert er ráð fyrir að skipulagsferlið taki um 2-4 mánuði en að því loknu verður gerður lóðarleigusamningur um svæðið og þar með veitt heimild til uppbyggingar á því.
Reykjanesbær gerir að skilyrði að fyrirhugaðri uppbyggingu verði skipt í 4-5 áfanga sem byggjast upp á mest 5-6 ára tímabili. Verði ekki staðið við skuldbindingar um framvindu verksins mun úthlutun landsvæðisins falla úr gildi.
Af reykjanesbaer.is