Nýtingarleyfi á sjóblönduðu vatni til skoðunar í Grindavík
Orkustofnun hefur óskað eftir umsögn bæjaryfirvalda í Grindavík varðandi umsókn um nýtingarleyfi á sjóblönduðu vatni í landi Grindavíkurbæjar, vegna stækkunar fiskeldisstöðvar í Grindavík. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir málinu, sem frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.