Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýting hótelherbergja best á Suðurnesjum
Gistinætur erlendra ferðamanna eru 88 prósent af heildarfjöldanum.
Miðvikudagur 30. nóvember 2016 kl. 11:15

Nýting hótelherbergja best á Suðurnesjum

Nýting hótelherbergja á Suðurnesjum var 86,3 prósent í október síðastliðnum og er það besta nýtingin á landsvísu. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Meðal nýting herbergja á landinu öllu í október var 71,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu var nýtingin 85,2 prósent.

Á landsvísu voru gistinætur erlendra gesta 88 prósent af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði þeim um 38 prósent frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 27 prósent.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talningin á eingöngu við um gistinætur á hótelum sem eru opin allt árið en ekki um gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.