Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýta styrkleika í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum
Mánudagur 1. janúar 2024 kl. 07:53

Nýta styrkleika í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum

Landsbyggðardeildin FKA Suðurnes var stofnuð af Fidu Abu Libdeh og Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur í nóvember árið 2021. FKA Suðurnes vill nýta þann styrkleika sem felst í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með því að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika, þátttöku og tengslanets. Tilgangur FKA Suðurnesja er að sameina konur á svæðinu í því skyni að auka þátt kvenna í störfum og stjórnum auk þess að leggja áherslu á þátt kvenna í nýsköpun og eflingu tækifæra.

„Við stofnun FKA Suðurnes árið 2021 gengu 20 konur í félagið en við upphaf þriðja starfsársins á dögunum hefur þeim fjölgað í tæplega 80 félagskonur, sem er mikið gleðiefni og fögnum við áhuganum á félaginu,“ segir í frétt frá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ný stjórn

Aðalfundur  FKA Suðurnes var haldinn í byrjun nóvember en þá var kosið í stjórn fyrir komandi starfsár. Í kjölfarið var stjórnarfundur haldinn og skipað var í hlutverk stjórnar.

Nýja stjórn FKA Suðurnes fyrir starfsárið 2023-2024 skipa:

Formaður: Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri hjá GeoSilica Iceland.

Varaformaður: Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar og stjórnarkona hjá HS veitu.m

Fjáröflunarstjóri: Aðalheiður Hilmarsdóttir, atvinnu- og virkniráðgjafi hjá Reykjavíkurbor.g

Fræðslustjóri: Þuríður Halldóra Aradóttir, forstöðukona hjá Visit Reykjane.s

Gjaldkeri: Snjólaug Jakobsdóttir, verkefnastjóri fjármála og rekstrar hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesju.m

Ritari: Bjarnþóra Pálsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ökukennslu 17.

Samskiptastjóri: Sveindís Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri hjá Hvíta húsinu.

Skemmtanastjóri: Gunnhildur Pétursdóttir, landsréttarlögmaður hjá Lausnum lögmannsstofu.

Skipulagsstjóri: Hólmfríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá Háskóla Íslands.

Viðburðarstjóri: Dominika Anna Madajczak, löggiltur þýðandi hjá Lingua.

Fyrsti tenglslaviðburður vetrarins

Í lok nóvember bauð þróunarfélagið KADECO félagskonum FKA Suðurnes í heimsókn til sín, en um var að ræða fyrsta tengslaviðburð vetrarins. Þar fengu félagskonur að kynnast einstökum verkefnum KADECO á svæðinu, framgangi þeirra og fólkinu á bak við verkefnin. Starfsmenn Kadeco fóru vel yfir K64, sem er ný þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Mikil umræða fór fram milli starfsmanna KADECO og félagskvenna varðandi þróunaráætlunina, sem felur í sér spennandi uppbyggingu á svæðinu með auknum tækifærum á fjölbreyttum atvinnuvegi.


Í lok nóvember bauð þróunarfélagið KADECO félagskonum FKA Suðurnes í heimsókn til sín en um var að ræða fyrsta tengslaviðburð vetrarins. Þessar myndir voru teknar við það tækifæri.

FKA Suðurnes desember 2023