Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýta ekki afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli
Þriðjudagur 12. ágúst 2014 kl. 12:24

Nýta ekki afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli

Flugfélagið Norwegian hefur fengið afgreiðslutíma í Keflavík fyrir flug til London og Kaupmannahafnar. Félagið hefur ekki nýtt sér þessa tíma en talsmaður félagsins segir á Túristi.is að aukið flug til Íslands þó ennþá inni í myndinni.

Fyrir rúmum tveimur árum hófst Íslandsflug Norwegian og flýgur félagið hingað þrisvar í viku frá Osló og Bergen.

Félagið fékk einnig leyfi til að hefja flug milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í sumar en nýtti sér það ekki og útlit er fyrir að félagið muni ekki heldur blanda sér í samkeppnina um farþega á leið hingað frá höfuðborg Bretlands í vetur líkt og var í kortunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024