Nýstárlegar aðferðir í malbiksviðhaldi á Keflavíkurflugvelli
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli vinnur að ástandsskoðun og gerð viðhaldsáætlunar fyrir slitlag á flugbrautum, flugvélastæðum og akstursbrautum flugvéla með aðstoð bresks flugvallarsérfræðings. Athafnasvæði flugvéla á Keflavíkurflugvelli eru yfir 180 ha að flatarmáli og er slit vegna álags, frostveðrunar og hálkuvarna umtalsvert. Nýlega var lokið við lagningu þéttiefnis fyrir malbik á 50.000 fm svæði á flughlöðum og flugbrautum sem áætlað er að muni lengja endingu slitlagsins umtalsvert.
Aðferðin við verkið er einföld og fljótleg og sparar dýra malbiksvinnu. Flugumferð truflast ekki svo neinu nemi auk þess sem efnið sem notað er til verksins er umhverfisvænt. Ef vel tekst til er áætlað að aðferðin verði notuð á margfalt stærri svæðum á flugvellinum í framtíðinni.
Af vef Flugmálastjórnar, www.kefairport.is
Aðferðin við verkið er einföld og fljótleg og sparar dýra malbiksvinnu. Flugumferð truflast ekki svo neinu nemi auk þess sem efnið sem notað er til verksins er umhverfisvænt. Ef vel tekst til er áætlað að aðferðin verði notuð á margfalt stærri svæðum á flugvellinum í framtíðinni.
Af vef Flugmálastjórnar, www.kefairport.is