Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýstárleg íþrótt  í 88-Húsinu
Föstudagur 3. desember 2004 kl. 18:06

Nýstárleg íþrótt í 88-Húsinu

Ný og skemmtileg íþrótt hefur rutt sér til rúms í 88 Húsinu að undanförnu. Um er að ræða „Gólftennis“ sem byggir að miklu leyti á sömur reglum og borðtennis. Notast er við borðtennisspaða og -kúlu en í stað borðsins hefur verið markaður völlur í kjallara hússins og net strengt milli helminganna.

Hafþór Barði Birgisson, forstöðumaður 88-Hússins, segir leikinn hafa verið afar vinsælan meðal gesta hússins síðan völlurinn var settur upp. Til að sannreyna skemmtunina tóku fulltrúar frá Víkurfréttum stutt mót við liðsmenn Intro en skemmst er frá því að segja að Intro-menn höfðu betur með 3 sigrum gegn einum. Verður ekki langt að bíða eftir annarri umferð til að jafna metin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024