Nýrri skólabyggingu fagnað í Sandgerði
Það var hátíðarbragur í Sandgerði í dag þegar ný og glæsileg skólabygging var formlega tekin í notkun með viðhöfn við setningu skólans.
Nýja skólabyggingin hefur í för með sér gjörbyltingu í allri aðstöðu skólans innandyra og leysir af hólmi þrjár lausar skólastofur sem voru á lóð skólans. Í byggingunni er t.a.m.. stór salur og vel útbúin stofa til að kenna hússtjórnargreinar. Byggingarverktaki hússins var Hjalti Guðmundsson en hönnun var i höndum Steinunnar Kristjánsdóttur.
Sandgerðisbær fjármagnar sjálfur framkvæmdina, sem kostar upp undir milljarð en hluti hennar var fjármagnaður með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
Með þessari framkvæmd er sveitarfélagið búið að mæta íbúaþróun næstu ára hvað varðar skólahúsnæði en á stuttum tíma hefur íbúatalan í Sandgerði vaxið úr 1400 í 1750. Nememdafjöldi skólans er um 260 í í dag.
Nánar verður greint frá þessum tímamótum í máli og myndum hér á vf.is
----
Efsta mynd - Þessir ungu menn skemmtu sér vel undir hressilegum söng Ingós, kenndum við veðurguði, en hann var leynigestur við vígsluathöfnina í dag.
Fanney Halldórsdóttir, skólastjóri grunnskólans, tók við táknrænum lykli að byggingunni af Sigurði Vali Ásbjarnarsyni, bæjarstjóra.
Byggingin er öll hin glæsilegasta, jafn að utan sem innan. VFmyndir/elg