NÝR YFIRMAÐUR HJÁ VARNARLIÐINU
Daniel L. Kloeppel flotaforingi lét af störfum sem yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sl. föstudag. Við tók David Architzel sem einnig er flotaforingi í Bandaríkjaflota. Daniel hefur verið yfirmaður Varnarliðsins undanfarna sjö mánuði. Hann tekur nú við starfi yfirmanns áætlunarsviðs Flutningadeildar Bandaríkjahers í Scott flugherstöðinni í Illinois. David Architzel lauk námi í Háskóla Bandaríkjaflota árið 1973 og hóf feril sinn sem flugliðsforingi í flotanum 1975. Hann stundaði m.a. eftirlitsflug og kafbátaleit frá flugvélamóðurskipum og var síðast við skipstjórn á flugvélamóðurskipum, þar á meðal Theodore Roosevelt síðustu tvö árin.