Nýr yfirlögfræðingur hjá HS Orku
Arna Grímsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur HS Orku. Arna er með Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hún hefur störf hjá fyrirtækinu í byrjun næsta árs.
Frá árinu 2009 hefur Arna starfað sem lögfræðingur hjá Reitum fasteignafélagi og sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs fyrirtækisins frá árinu 2015.
Arna er stjórnarformaður í stjórn UN Woman á Íslandi, hún situr í stjórn Akta sjóða hf. og hefur setið í stjórn Félags fyrirtækjalögfræðinga sem og fjölmargra dóttur- og systurfélaga Reita. Arna mun taka sæti í framkvæmdastjórn HS Orku.