Nýr viti á Garðskaga í Víkurfréttum vikunnar
El Faro er nýr spænskur veitingastaður á Lighthouse Inn hótelinu við Garðskaga. Ung pör frá Garði og Spáni kynntust á Flateyri og í gönguferð um Hornstrandir varð til hugmynd að nýjum veitingastað í Suðurnesjabæ. Við skoðum þennan nýja veitinastað í Víkurfréttum vikunnar sem eru komnar út á rafrænu formi en prentuðu upplagi verður dreift á dreifinarstaði blaðsins um öll Suðurnes á morgun, miðvikudag.
Annars er það að segja af blaði vikunnar að það ber með sér að kosningar til sveitarstjórna eru á næstunni. Fjölmargar aðsendar greinar frá frambjóðendum og kjósendum eru í blaðinu.
Fastir liðir eru á sínum stað og vonandi eitthvað fyrir alla.