Nýr vefur í loftið í dag
Breytingar verða gerðar á útliti Víkurfrétta á Netinu í dag þegar nýr vefur fer í loftið. Nú er unnið að því að flytja gögn úr núverandi gagnagrunni yfir í nýtt vefumsjónarkerfi hjá daCoda, sem hýsir vf.is. Víkurfréttir hafa nú stöðvað uppfærslu á gamla vefnum en breyttur vefur fer í loftið eftir hádegið. Ekki er búist við miklum truflunum á sambandi við vf.is, nema rétt á meðan skipt er frá gamla vefnum yfir á þann nýja.