Nýr vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
Í gær opnaði Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nýjan vef www.hss.is. Á vefnum er að finna upplýsingar um stofnunina og starfsfólk hennar. Stefnt er að því að halda úti lifandi vef sem geti nýst sem upplýsingabrunnur fyrir skjólstæðinga og starfsfólk HSS. Í byrjun nóvember var einnig opnaður innrivefur HSS sem er sameiglegur gagnagrunnur starfsmanna. Í ávarpi framkvæmdarstjóra kemur m.a. fram að miklir breytingatímar séu framundan og því muni vefurinn nýtast vel til upplýsingagjafar fyrir stofnunina. Vefumsjónarkerfi vefsíðunnar er keyrt á Conman 2.0 frá fyrirtækinu Dacoda í Reykjanesbæ. Vefslóð heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er www.hss.is
VF-ljósmynd: Sigríður Snæbjörnsdóttir við opnun nýrrar vefsíðu HSS í gær.