Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr útivistartími tekur gildi í dag
Föstudagur 1. september 2017 kl. 15:40

Nýr útivistartími tekur gildi í dag

Útivistartími barna tekur breytingum í dag, 1. september. Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera úti eftir kl. 20:00 á kvöldin, nema í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera úti eftir kl. 22:00 á kvöldin.
 
Útivistarreglur barna eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri nema í fylgd með fullorðnum sem hér segir:
 
Frá 1. september til 1. maí mega 12 ára börn og yngri ekki vera úti eftir kl. 20 og 13 - 16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22.
 
Frá 1. maí til 1. september mega 12 ára börn og yngri ekki vera úti eftir kl. 22 og 13 - 16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 24.
 
Bregða má út af reglunum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024