Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr upphitaður körfuboltavöllur í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 9. september 2008 kl. 14:15

Nýr upphitaður körfuboltavöllur í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýr körfuboltavöllur var formlega tekinn í notkun í Reykjanesbæ á Ljósanótt og er hann er sá eini í heiminum sem er upphitaður.


Körfuboltavöllurinn er annar sinnar tegundar í Reykjanesbæ en fyrir ári síðan var settur upp völlur af sömu gerð við Holtaskóla í Keflavíkurhverfi. Stefnt er að því að setja slíka velli upp við alla grunnskóla bæjarins.
Völlurinn er lagður yfirborðsefni frá Sport Court sem er plasteiningar læstar saman á hliðunum. Plöturnar eru riflaðar og opnar í gegn þannig að vatn, sandur og óhreiningi leka niður úr yfirborði. Efnið hefur verið í notkun víða um heim og hefur reynst vel. Körfurnar eru frá sama framleiðanda og eru þær af vandaðri gerð en gengur og gerist á útikörfuboltavöllum.


Völlurinn er við Njarðvíkurskóla þar sem er upphitaður gervigrasvöllur og var því tekin sú ákvörðun að hita körfuboltavöllinn upp líka þegar þörf krefur enda allar lagnir til staðar.

Það var Kristbjörn Albertsson, fyrrum kennari við Njarðvíkurskóla, körfuboltadómari og fyrrum formaður UMFN sem vígði völlinn formlega með því að dæma stuttan leik nemenda í Njarðvíkurskóla, en að auki tók Logi Gunnarsson atvinnumaður í körfubolta nokkur skot á körfuna. Svo skemmtilega vildi til að Logi átti afmæli sama dag og sungu af því tilefni nemendur Njarðvíkurskóla fyrir hann afmælissönginn.


Fyrsta mótið sem fram fór á vellinum var götuboltamót sem var hluti af dagskrá í tengslum við Ljósanótt 2008.

Ljósmynd: Reykjanesbær