Nýr tómstunda- og íþróttafulltrúi ráðinn í Garði
Bæjarstjórn Garðs hefur ráðið nýjan tómstunda og íþróttafulltrúa. Magnús Sigurjón Guðmundsson verði ráðinn í starfið og hefur bæjarstjórn óskað eftir því að hann hefji störf sem fyrst. Magnús hefur starfað sem verkefnastjóri og umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Borgyn í Borgarskóla.
Leitað var til Capacent ráðninga vegna ráðningar í stöðuna en alls sóttu 28 umsækjendur um starfið að sögn Ásmundar Friðrikssonar, bæjarstjóra.
---
VFmynd/elg - Frá nýjum sal Gerðaskóla.