Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 26. janúar 2004 kl. 20:47

Nýr starfsmaður aðstoðar hælisleitendur

Iðunn Ingólfsdóttir hefur verið ráðin til að hafa umsjón með málefnum hælisleitenda fyrir hönd Reykjanesbæjar en Reykjanesbær hefur gert samning við Útlendingastofnun um að annast fólk er leitar hælis á Íslandi sem flóttamenn á meðan mál þeirra eru til afgreiðslu hjá stjórnvöldum.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta mun hafa yfirumsjónsjón með málefnum hælisleitenda og mun nýr starfsmaður starfa náið með félagsmálastjóra og öðrum starfsmönnum FFR.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31. desember 2004 með möguleika á framlengingu, segir á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024