Nýr skóli mun rísa í Innri Njarðvík innan fárra ára
Nýr skóli mun rísa í Innri Njarðvík innan fárra ára. Reykjanesbær greinir frá þessu á heimasíðu sinni á föstudag. Þar er greint frá því að þrjár nýjar kennslustofur hafi verið settar niður við Heiðarskóla og Holtaskóla.Við Heiðarskóla hefur verið bætt við einni lausri kennslustofu og tvær slíkar voru settar upp við Holtaskóla á föstudag til þess að mæta vaxandi nemendafjölda. Þar með eru lausar stofur orðnar fimm í bænum, enda styttist í að undirbúningur nýrrar skólabyggingar hefjist. Gert er ráð fyrir að nýr skóli rísi í Innri Njarðvík innan fárra ára, segir á vef bæjarins.