Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr skóli í Innri-Njarðvík 2017
Lögreglan við eftirlit við Háaleitisskóla á Ásbrú.
Föstudagur 2. október 2015 kl. 09:08

Nýr skóli í Innri-Njarðvík 2017

- og Háaleitisskóli heildstæður

Fræðsluráð Reykjanesbæjar er að skoða möguleika á því að gera Háaleitisskóla á Ásbrú að heildstæðum skóla. Þá verði nemendur í honum frá 1. til 10. bekkjar í stað 7. bekkjar í dag.

Í fundargerð fræðsluráðs er sagt að skoða þyrfti samstarf við Keili um kennslu valgreina, verkefni Öndvegisskóla og frumkvöðlasetrið á Ásbrú . Kallað verði eftir hugmyndum frá stjórnendum skólans um útfærsluna og nýta stuðning annarra skóla við valgreinar. Nemendur annarra skóla gætu einnig sótt valgreinatíma í Keili.

Í fundargerð fræðsluráðs er einnig rætt um framtíðarstöðu skólahalds í Innri-Njarðvík. Fræðslustjóri skýrði frá hugmyndum um að vinna að málinu með íbúum hverfisins og í fræðsluráði. Undirbúningur er hafinn og stefnt að því að nýr skóli taki til starfa 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024