Nýr skólastjóri Stóru-Vogaskóla
Sveinn Alfreðsson hefur hafið störf sem skólastjóri Stóru- Vogaskóla, en hann tekur við af Snæbirni Reynissyni. Sveinn kemur frá Hafnarfirði, þar sem hann var deildarstjóri fjölgreinanáms í Lækjarskóla. Hann hefur víðtæka menntun, m.a. framhaldsmenntun í stjórnun og sérkennslufræðum, reynslu af þróunarstarfi, ásamt fjölbreyttri reynslu af kennslu og stjórnun, segir í frétt á heimasíðu sveitarfélagsins Voga.
Þar segir ennfremur að þróunarstarf það sem byggt hafi verið upp í Hafnarfirði, við mjög krefjandi aðstæður, undir forystu Sveins hafi þótt mjög árangursríkt og vakið mikla athygli. Auk þess hafi Sveinn hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars viðurkenningu landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, auk foreldraverðlauna foreldraráðs Hafnarfjarðar. Hann eigi að baki mjög farsælan feril sem kennari og stjórnandi.
Mynd: Sveinn Alfreðsson hefur verið ráðinn nýr skólastjóri Stóru – Vogaskóla.
Þar segir ennfremur að þróunarstarf það sem byggt hafi verið upp í Hafnarfirði, við mjög krefjandi aðstæður, undir forystu Sveins hafi þótt mjög árangursríkt og vakið mikla athygli. Auk þess hafi Sveinn hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars viðurkenningu landssamtaka foreldra, Heimilis og skóla, auk foreldraverðlauna foreldraráðs Hafnarfjarðar. Hann eigi að baki mjög farsælan feril sem kennari og stjórnandi.
Mynd: Sveinn Alfreðsson hefur verið ráðinn nýr skólastjóri Stóru – Vogaskóla.