Nýr sjúkrabíll prófaður í Keflavík
Rauða kross deildin á Suðurnesjum er nú með nýjan sjúkrabíl til prófunar. Um er að ræða aflmikinn Ford F350 Super Duty með rúmgóðum kassa. Bílar af þessari gerð eru algengir í Ameríku en hafa ekki náð fótfestu hér á landi.Gísli Viðar Harðarson sjúkraflutningsmaður sagði í samtali við Víkurfréttir að mönnum líkaði vel við bílinn við fyrstu kynni. Öll vinnuaðstaða í bílnum sé til fyrirmyndar og aflið sé mikið.
Bifreiðin verður hér í um mánaðartíma en fer þá norður í land. Gísli sagði ekki ólíklegt að eftir þann tíma komi bíllinn aftur og verði notaður hér sem sjúkrabíll.
Þessi bifreið kostar litlu meira en þeir sjúkrabílar sem fyrir eru en kosturinn er sá að þegar bíllinn er „útkeyrður“ þá er kassanum einfaldlega lyft af og hann settur á nýjan bíl. Þar sparast um helmingur af verði sjúkrabíls. Það er fyrirtækið TRI-STAR í Kanada sem smíðar sjúkrabíla af þessari tegund en þessir bílar eru þeir algengustu í Kanada.
Bifreiðin verður hér í um mánaðartíma en fer þá norður í land. Gísli sagði ekki ólíklegt að eftir þann tíma komi bíllinn aftur og verði notaður hér sem sjúkrabíll.
Þessi bifreið kostar litlu meira en þeir sjúkrabílar sem fyrir eru en kosturinn er sá að þegar bíllinn er „útkeyrður“ þá er kassanum einfaldlega lyft af og hann settur á nýjan bíl. Þar sparast um helmingur af verði sjúkrabíls. Það er fyrirtækið TRI-STAR í Kanada sem smíðar sjúkrabíla af þessari tegund en þessir bílar eru þeir algengustu í Kanada.