Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr sjávarréttastaður opnar í Flösinni
Þriðjudagur 13. júní 2006 kl. 14:06

Nýr sjávarréttastaður opnar í Flösinni

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við nýtt eldhús í Flösinni í Garði en þar á að opna veitingastað um næstu mánaðamót. Aðaláherslur staðarins verða sjávarréttir í hinum ýmsu blæbrigðum og er vart hægt að hugsa sér skemmtilegri staðsetningu fyrir veitingastað af þessu tagi, svona nánast í fjöruborðinu á einum skemmtilegsta staðnum við strandlengju landsins.

Mynd: Smiðirnir Elmar Þór Magnússon og Miroslav Mielczarczyk voru á fullu í Flösinni í morgun þegar ljósmyndari blaðsins leit þar við. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024