Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. janúar 2002 kl. 22:35

Nýr samningur við Tryggingastofnun

Bláa Lónið hf og Tryggingastofnun Ríkisins munu undirrita nýjan samning vegna þátttöku Tryggingastofnunar Ríkisins í meðferðarkostnaði psoriasis og exem sjúklinga á göngudeildinni við Bláa lónið og fer undirritunin fer fram í Bláa lóninu á morgun, föstudag. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, mun undirrita samninginn fyrir hönd Tryggingastofnunar og Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf, fyrir hönd göngudeildarinnar. Göngudeildin við Bláa lónið hóf starfsemi sína árið 1994 og hlaut deildin formlega viðurkenningu hérlendra heilbrigðisyfirvalda árið 1997.

Deildinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og auk innlendra meðferðargesta sækja erlendir gestir einnig meðferðina. Tæplega 30.000 meðferðir hafa verið veittar innlendum sjúklingum og rúmlega 5000 meðferðir erlendum meðferðargestum frá því deildin hóf starfsemi sína árið 1994. Fjöldi veittra meðferða eykst ár frá ári og nú eru í kringum 5000 meðferðar veittar Íslendingum á ári hverju og 1000 meðferðir veittar erlendum psoriasis sjúklingum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024