Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr samningur Grindavíkurbæjar og UMFG
Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Mynd/Grindavík.is
Miðvikudagur 19. júní 2013 kl. 10:16

Nýr samningur Grindavíkurbæjar og UMFG

Grindavíkurbær og UMFG hafa skrifað undir nýja samning um eflingu íþróttastarfs barna og ungmenna. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG skrifuðu undir samninginn sem gildir til þriggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Bæjarráð samþykkti að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2013 að fjárhæð kr. 2.500.000 sem kemur til lækkunar á handbæru fé. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hefur bæjarráð falið frístunda- og menningarnefnd að kanna eftirfarandi:
1) Að skoða hvernig íþróttaiðkun 16-18 ára ungmenna er háttað í Grindavík. Sérstaklega skal skoða hvernig þetta starf er fjármagnað og hvort mikið brottfall sé eftir að stuðningi bæjarins við íþróttastarfið er hætt.
2) Að skoða hvort tilefni sé til að vera með sérstaka frístundastyrki fyrir þau börn og ungmenni sem stunda eingöngu skipulagðar frístundir utan Grindavíkur og njóta þar af leiðandi ekki góðs af niðurgreiðslu Grindavíkurbæjar til íþrótta- og tónlistarnáms í Grindavík.