Nýr prestur í Grindavík
Sr. Elínborg Gísladóttir hefur verið ráðin afleysingaprestur í Grindavík. Mun hún gegna starfinu í afleysingum frá 1. september nk. til loka maí á næsta ári í fjarveru sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem varð forseti bæjarstjórnar eftir kosningarnar í vor.
Sr. Elínborg er fædd árið 1959, lauk embættisprófi 1998 og hlaut prestvígslu 2001. Hún þjónaði í Ólafsfirði í 3 ár og í Grafarvogskrikju í 17 mánuði, í báðum tilvikum sem afleysingaprestur.
Sr. Elínborg er fædd árið 1959, lauk embættisprófi 1998 og hlaut prestvígslu 2001. Hún þjónaði í Ólafsfirði í 3 ár og í Grafarvogskrikju í 17 mánuði, í báðum tilvikum sem afleysingaprestur.