Nýr pistill, fullt af myndum og áskorun frá hjólaköppum
Þeir eru fleiri og fleiri sem fylgjast með strákunum okkar sem eru í verkefninu Hjólað til góðs, þar sem þeir hjóla hringinn um Ísland um leið og þeir safna fjármunum fyrir langveik börn á Íslandi. Í gær voru tæplega 2700 smellir á hnappinn Hjólað til góðs þá skipta flettingar á einstökum fréttum um ferðalagið hundruðum og þúsundir flettinga eiga sér stað í myndasafninu.
Hjólreiðamennirnir fjórir hafa sent frá sér fjóra pistla frá ferðinni. Í dag, þriðjudag, er lengsti hluti fararinnar þegar hjólað verður frá Kirkjubæjarklaustri að Höfn í Hornafirði. Leiðin er nokkuð flöt og á fallegum degi er þetta sá hluti Íslands sem býður upp á stórbrotnasta útsýni sem er í boði. Stærsti hluti leiðarinnar eru með Vatnajökli. Sandar og jökulár setja svip á svæðið, Skaftafell verður örugglega áfangastaður og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þá má ekki gleyma sjálfum Hornafirðinum.
Nýr pistill frá okkar mönnum er inni á vefhlutanum /hjolad. Þar er einnig áskorun frá þeim félögum á tvo góða menn sem hjóluðu 1000 km. um Evrópu á síðasta ári og ættu því að geta hjólað nokkra tugi kílómetra á lokakaflanum í næstu viku.
Nóg um það. Við hér á Víkurfréttum tókum að okkur að ræsa hjólreiðamennina í morgunmat í fyrramálið, þriðjudagsmorgun. Þeir eiga langan dag fyrir höndum og það sem verra er að á þeim kafla er lélegt símasamband, þannig að við eigum ekki von á að heyra mikið frá þeim fyrr en við komuna til Hafnar í Hornafirði á þriðjudagskvöldið.
Hjólreiðamennirnir fjórir hafa sent frá sér fjóra pistla frá ferðinni. Í dag, þriðjudag, er lengsti hluti fararinnar þegar hjólað verður frá Kirkjubæjarklaustri að Höfn í Hornafirði. Leiðin er nokkuð flöt og á fallegum degi er þetta sá hluti Íslands sem býður upp á stórbrotnasta útsýni sem er í boði. Stærsti hluti leiðarinnar eru með Vatnajökli. Sandar og jökulár setja svip á svæðið, Skaftafell verður örugglega áfangastaður og Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þá má ekki gleyma sjálfum Hornafirðinum.
Nýr pistill frá okkar mönnum er inni á vefhlutanum /hjolad. Þar er einnig áskorun frá þeim félögum á tvo góða menn sem hjóluðu 1000 km. um Evrópu á síðasta ári og ættu því að geta hjólað nokkra tugi kílómetra á lokakaflanum í næstu viku.
Nóg um það. Við hér á Víkurfréttum tókum að okkur að ræsa hjólreiðamennina í morgunmat í fyrramálið, þriðjudagsmorgun. Þeir eiga langan dag fyrir höndum og það sem verra er að á þeim kafla er lélegt símasamband, þannig að við eigum ekki von á að heyra mikið frá þeim fyrr en við komuna til Hafnar í Hornafirði á þriðjudagskvöldið.