Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr Páll Jónson GK kemur til Grindavíkur í dag
Nýr Páll Jónsson GK kemur til Grindavíkur í dag. Myndin er af vef Grindavíkurbæjar.
Þriðjudagur 21. janúar 2020 kl. 09:07

Nýr Páll Jónson GK kemur til Grindavíkur í dag

Nýtt skip í eigu útgerðarfyrirtækisins Vísis hf, Páll Jónsson GK 7 er væntanlegt til Grindavíkurhafnar í dag eftir næstum viku siglingu frá Gdansk í Póllandi. Siglingaleiðin er um 1.500 sjómílur.

Páll Jónsson GK 7 kemur til hafnar um hádegisbilið og er áætlað að búið verði að tollafgreiða skipið um kl. 15:00. Þá er bæjarbúum boðið að koma og skoða skipið og þiggja kaffi og kleinur, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024