Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Norðurgarður gjörbyltir aðstöðu við höfnina
Þriðjudagur 13. október 2009 kl. 09:35

Nýr Norðurgarður gjörbyltir aðstöðu við höfnina


Búið er að steypa þekjuna á Norðurgarði, hafnarkantinum fyrir framan útgerðarfyrirtækið Vísi í Grindavík. Alls var steyptur um þrjú þúsund fermetra flötur.
Þá var afgangssteypa notað í að laga bryggjuna í Staðarhverfi.

Steypuframkvæmdirnar gengu framar vonum og er frágangsvinna næst á döfinni. Þá standa yfir framkvæmdir við nýtt vigtarhús. Fullkláraður Norðurgarður með nýju vigtarhúsi verður mikil lyftistöng fyrir Grindavíkurhöfn og gjörbyltir allri aðstöðu við höfnina.
---


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/www.grindavik.is - Unnið að jarðvegsframkvæmdum vegna nýja vigtarhússins.